Fara í efni

Beiðni um heilsueflingu fyrir ófrískar konur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202404090

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 101. fundur - 16.04.2024

Tekið er fyrir erindi frá Ernu Rakel Baldvinsdóttur þar sem sveitarfélagið Múlaþing er beðið um að hlutast til um frekari heilsueflingu fyrir ófrískar konur en þá sem nú þegar er í boði á Austurlandi, einkum sundleikfimi og jóga. Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og tekur undir með málshefjanda mikilvægi hreyfingar og heilsueflingar kvenna sem ganga með barn. Sveitarfélagið stendur ekki sjálft fyrir hreyfiúrræðum fyrir tiltekna hópa, að undanskildum eldri borgurum, sem geta sótt hreyfiúrræði sér að kostnaðarlausu. Fjölskylduráð bendir málshefjanda á að beina erindi sínu til þeirra aðila er bjóða upp á heilsueflandi úrræði en stefna sveitarfélagsins er að vera ekki í samkeppni við aðila á þeim markaði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?