Fara í efni

Beiðni um styrk vegna 50 ára afmælis Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 202404068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 114. fundur - 23.04.2024

Fyrir liggur erindi frá Egilsstaðakirkju varðandi styrk frá sveitarfélaginu í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið komi að kynningu afmælishátíðar með 17. júní dagskrá á Egilsstöðum og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá til þess. Varðandi styrkveitingu frá sveitarfélaginu vegna verkefnanna "Afmælistónleikar" og "Málþing um Austurlandsskáldin" felur byggðaráð Atvinnu- og menningarmálastjóra og fjármálastjóra að móta tillögu að mögulegri aðkomu sveitarfélagsins að þeim verkefnum og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 116. fundur - 14.05.2024

Fyrir liggur erindi frá Egilsstaðakirkju varðandi styrk frá sveitarfélaginu í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.

Í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?