Fara í efni

Tjaldsvæði á Seyðisfirði, staðsetning

Málsnúmer 202404034

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 114. fundur - 22.04.2024

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir fyrir ráðinu hugmyndir um nýja staðsetningu fyrir tjaldsvæðið á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða staðsetningu á nýju tjaldsvæði á Seyðisfirði en vísar málinu til umfjöllunar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar og umsagnar hjá Veðurstofu Íslands.

Ráðið felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að undirbúa hreinsunarátak í samræmi við fyrirliggjandi teikningu, sem auglýst verður í vor.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir fundinum liggur bókun frá Umhverfis-og framkvæmdaráði þar sem staðsetning á nýju tjaldsvæði á Seyðisfirði er vísað til heimastjórnar til umfjöllunar. Einnig liggur fyrir fundinum erindi frá Sævari E. Jónssyni dags. 01.05.2024 og Gunnari Gunnarssyni dags. 02.05.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þeirra ábendinga sem lágu fyrir fundinum felur heimastjórn formanni og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að funda með lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?