Fara í efni

Beiðni um umsögn vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða um sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Málsnúmer 202403234

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 45. fundur - 04.04.2024

Fyrir liggur beiðni frá Matvælastofnun um umsögn vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða um sjókvíeldi í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar felur formanni ráðsins og starfsmanni að vinna drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum,frestur hefur verið veittur til 10. maí. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir liggur beiðni frá Matvælastofnun dags. 26.03.2024 um umsögn vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarðar um sjókvíeldi í Seyðsfirði

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni falið að skila inn fyrirliggjandi umsögn

Samþykkt með 2 atkvæðum einn á móti (JHG).

Jón Halldór Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Matvælastofnun hefur óskað eftir umsögn Múlaþings vegna fyrirliggjandi umsóknar Laxeldis Austfjarða um rekstrarleyfi á sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Nánar tiltekið er spurt hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði gefi tilefni til neikvæðra vistfræði og erfðafræðilegra áhrifa sem leitt geti af leyfisskyldri starfsemi. Undirritaður er þeirrar skoðunar fyrirhugað laxeldi hafi töluverð og jafnvel mjög mikil vistfræðileg áhrif á lífríkið í Seyðisfirði. Óvissan um það er það mikil, að það eitt og sér ætti að koma í veg fyrir útgáfu leyfis fyrir svo viðamikið sjókvíaeldi. Lífæð Seyðisfjarðar er fjörðurinn, höfnin og hafnsækin starfsemi. Og einnig á seinni árum ferðamennska, menningararfur og náttúruupplifun gesta. Umsvifa mikið sjókvíaeldi getur ekki farið vel saman með þessum þáttum og einnig ætti sveitarstjórn að staldra við vegna mikillar andstöðu heimamanna við laxeldið í Seyðisfirði. Í Skálanesi er náttúru og fræðasetur sem grundvallast á dýralífi og náttúrufegurð. Sú starfsemi og uppbyggingin á þeim stað, skapar aðdráttrarafl ferðamanna yfir sumartímann og fræðamanna lengri tíma árs. Ég tel að sjókvíaeldi hafi neikvæð áhrif á atvinnulíf á Seyðisfirði og mjög neikvæða breytingu á ímynd byggðarlagsins. Við blasir að sjókvíaeldið hefur neikvæð áhrif á siglingaöryggi í firðinum. Í umfjöllun um sjókvíaeldi á Íslandi hefur verið gagnrýnt að sveitarfélög hafa engar beinar tekjur af fiskeldi í sjó, sveitarfélög hafa takmarkaða aðkomu að skiplagsmálum í sjó í sínu landi og sjókvíaeldi greiðir engin auðlindagjöld, eins og ákall er um, að atvinnugreinar sem nýta sameiginlegar náttúruauðlindir landsmanna geri. Nú berast fréttir af frumvarpi um lagareldi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Athygli vekur að í þeirri mynd sem frumvarpið kom fram, eru engin ákvæði um umbætur á þessum atriðum. Þó ekki væri nema af þessum ástæðum ætti Heimastjórn Seyðisfjarðar að álykta gegn veitingu leyfis til laxeldis í Seyðisfirði. Ég geri mér grein fyrir því að flest atriðin, sem hér hefur verið tæpt á, eru ekki vistfræðileg og erfðafræðileg atriði málsins. En mitt mat er að ekki sé unnt annað en að benda á að í veigamiklum atriðum er svo margt annað neikvætt við fyrirhugaða starfsemi, sem ekki verðu litið fram hjá. Að öllu samanlögðu legg ég til að Heimastjórn Seyðisfjarðar skori á sveitarstjórn Múlaþings að veita neikvæða umsögn vegna fyrirliggjandi rekstrarleyfis um sjókvíaeldi í Seyðisfirði.

Getum við bætt efni þessarar síðu?