Fara í efni

Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2024

Málsnúmer 202403222

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 48. fundur - 04.04.2024

Sérstakt fjármagn er ætlað í menningarverkefni, svo kölluð jaðarverkefni á Djúpavogi og Vopnafirði í gegnum Sóknaráætlun Austurlands. Á hvoru svæði fyrir sig er áætlað árlega 500.000 kr. og sama upphæð á móti frá sveitarfélaginu.

Margar góðar menningartengdar hugmyndir voru sendar inn í tengslum við samfélagsverkefni heimastjórna.

Heimastjórn samþykkir að setja fjármagnið í tvö verkefni; Að breyta fjalli (700þ) og Minnismerki um sjómenn (300þ).

Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?