Útivistar- og náttúrubingó Ungmennafélagsins Þristar

Í Hreyfivikunni 2019 deildi Ungmennafélagið Þristur frábæru útivistar- og náttúrubingói á Facebook. Á bingóspjaldinu, sem má sjá hér, eru hugmyndir að því hvernig hægt er að krydda gönguferðir og útivist með litlum áskorunum, t.d. froskahoppum, fjölskyldusjálfu og trjáfaðmi.

Bingóið er vel til þess fallið að geyma í símanum og nota þegar fjölskyldan stundar hvers kyns útiveru.

Náið þið að klára allt spjaldið og fá BINGÓ?