Uppbyggingarsjóður tekur við umsóknum

Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur auglýst eftir umsóknum fyrir árið 2020. Opnað var fyrir umsóknir 5. desember en umsóknarfrestur er til klukkan  23:00 þann 3. janúar 2020. Uppbyggingarsjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Aðeins ein úthlutur verður úr sjóðnum á árinu. 

Vinnustofa vegna umsóknargerðar verður á Egilsstöðum 17. desember á Vonarlandi milli klukkan 14 og 18 og er hægt að skrá sig á hana hér. Hvatt er til þess að umsækjendur kynni sér Sóknaráætlun Austurlands 2020 - 2024 sem var að koma út.

Sótt er um á www.soknaraaetlun.is

Nánari upplýsingar má finna á www.austurbru.is