Þrjár listsýningar nemenda opnaðar

Verk sem nemendur grunnskólanna á Fljótsdalshéraði hafa unnið undanfarna tvo daga á menningarhátíð barna- og ungmenna, Bras, verða sýnd í dag 12. september. Þetta eru verkefni nemenda 5.,6., 8., 9. og 10. bekkjar skólanna sem unnin hafa verið í sjö smiðjum.

Listalest Listaháskóla Íslands – sýning í Sláturhúsinu

Nemendur 8., 9. og 10. bekkjar grunnskólanna á Fljótsdalshéraði sýna afrakstur vinnu sinnar í fimm smiðjum sem farið hafa fram í ýmsum stofnunum undanfarna tvo daga, undir handleiðslu kennaranema Listaháskóla Íslands og starfsfólks skólanna. Sýningin verður klukkan 17 í dag, 12. september í Sláturhúsinu.

„Hvað ef?“ – sýning í íþróttahúsinu í Fellabæ

Sýning með afrakstri sviðlistasmiðju 6. bekkjar grunnskólanna á Fljótsdalshéraði verðu í íþróttahúsinu í Fellabæ í dag, 12. september klukkan 14. Emelía Antonsdóttir Crivello hefur stýrt smiðjunni í samstarfi við starfsfólk skólanna. Lögð var áhersla á nemendur ynnu á skapandi hátt með sviðslistir, tónlist og myndlist undir þemanu „hvað ef?“.

Myndskreytingar – sýning í kaffiteríunni á Egilsstaðaflugvelli

Sýning með verkum nemenda 5. bekkjar grunnskólanna á Fljótsdalshéraði verður í kaffiteríunni á Egilsstaðaflugvelli dagana 12. til 19. september. Nemendurnir hafa undanfarna tvo daga unnið í smiðjum undir handleiðslu Láru Garðarsdóttur og starfsfólks skólanna. Sýningin verður opnuð klukkan 14 í dag, 12. september.