Sumarstarf við vélslátt

Laust er til umsóknar sumarstarf við vélslátt hjá Fljótsdalshéraði.
Laust er til umsóknar sumarstarf við vélslátt hjá Fljótsdalshéraði.

Laust er til umsóknar sumarstarf við vélslátt hjá Fljótsdalshéraði. Starfsmaðurinn kemur til með að sinna grasslætti á sláttutraktor í eigu sveitarfélagsins. Krafist er vinnuvélaréttinda til að sinna starfinu.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf um miðjan maí og verður ráðið í stöðuna a.m.k. til 24. ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri umhverfismála á netfanginu freyr@egilsstadir.is eða í síma 4 700 700.