Sóknaráætlun Austurlands 2020 – 2024

Sóknaráætlun Austurlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið send inn í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina; markmið hennar og innihald.

Bæjarráð og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hvetja íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér markmið sóknaráætlunarinnar og senda inn ábendingar í samráðsgáttina, hafi þeir einhverjar slíkar í huga.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Austurbrúar.