Allt skólahald fellur niður á Fljótsdalshéraði.

Vont veður á Egilsstöðum
Vont veður á Egilsstöðum

Allt skólahald á Fljótsdalshéraði verður fellt niður á morgun miðvikudaginn 11. desember vegna slæms veðurútlits.

Aðgerðastjórn fundaði í dag bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. Líkur eru á að veðrið verði afspyrnuslæmt á norðanverðu svæðinu, Egilsstöðum til Vopnafjarðar. Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa skólahaldi á Fljótsdalshéraði og tilkynning send þar um. Aðgerðastjórn mun koma saman um klukkan fjögur í nótt á Egilsstöðum.

Fólk er einnig hvatt til að bindanður alla lausamuni eða koma þeim í skjól.