Seinkun eindaga vegna fasteignagjalda

Að tillögu bæjarráðs samþykkti bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi sínum 1. apríl sl. að eindagi fasteignagjalda vegna apríl og maí 2020 verði þannig:

Gjalddagi 1. apríl verði með eindaga í lok nóvember 2020.
Gjalddagi 1. maí verði með eindaga í lok desember 2020.

Þetta á við um alla gjaldflokka fasteignagjalda, þ.e. fasteignaskatt, lóðarleigu, vatnsgjald, fráveitugjöld og sorpgjöld. Fyrirtæki og einstaklingar geta þannig sér að kostnaðarlausu frestað greiðslu umræddra gjalddaga, kjósi greiðendur að gera svo

Ef viðkomandi er með innheimtu gjaldanna í bankaþjónustu eða í gegn um greiðslukort, þarf hann að hafa samband við viðkomandi aðila vilji hann seinka greiðslum fyrir apríl og maí fram í nóvember og desember.

Rétt er að benda á að eindagar annarra gjalddaga fasteignagjalda verða óbreyttir, eða í lok viðkomandi greiðslumánaðar.

Bæjarráð beinir því jafnframt til eigenda fasteigna á Fljótsdalshéraði sem leigja út húsnæði sitt, að þeir láti leigjendur sína njóta þessa gjaldfrests, kjósi leigjendur að gera það.