Samfélagssmiðjan í vikunni

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var) verða sem hér segir í vikunni 16.-19. september.

  • Mánudaginn 16. september verða til viðtals frá fjölskyldusviði þær Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri og Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri milli klukkan 15 og 18.
  • Þriðjudaginn, 17. september verða til viðtals milli klukkan 15 og 18 þeir Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, og Benedikt H. Stefánsson, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar.
  • Fimmtudaginn, 19. september verður hægt að hitta þau Önnu Alexandersdóttur, formann bæjarráðs og formann félagsmálanefndar, og Hadd Áslaugsson, umsjónarmann tölvumála, milli klukkan 15 og 18.

Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni. Gert er ráð fyrir að í vetur verði þrír viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks í viku hverfi, þ.e. á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan15 og 18.

Einhverjar breytingar kunna þó að verða frá þessu viðveruplani, vegna fjarveru kjörinna fulltrúa og starfsmanna út af öðrum verkefnum.

Í Samfélagssmiðjunni er á veggspjöldum hægt að kynna sér ýmislegt varðandi sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem kosið verður um 26. október.