Samfélagssmiðjan 9.-12. september

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var) verða sem hér segir í vikunni 9.-12. september. 

Mánudaginn 9. september verða til viðtals Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar og formaður náttúruverndarnefndar, og Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, milli klukkan 15 og 18.

Á þriðjudaginn, 10. september, verða til viðtals milli klukkan 15 og 18 þær Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, formaður jafnréttisnefndar og fulltrúi í fræðslunefnd, og Hrund Erla Guðmundsdóttir, skjalastjóri og starfsmaður jafnréttisnefndar.

Fimmtudaginn, 12. september, verður hægt að hitta þá Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúa og Björn Ingimarsson bæjarstjóra milli klukkan 15 og 18.

Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni. Gert er ráð fyrir að í vetur verði þrír viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks í viku hverfi, þ.e. á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan 15 og 18.

Einhverjar breytingar kunna þó að verða frá þessu viðveruplani, vegna fjarveru kjörinna fulltrúa og starfsmanna út af öðrum verkefnum.

Í Samfélagssmiðjunni er á veggspjöldum hægt að kynna sér ýmislegt varðandi sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem kosið verður um 26. október.