Sálfræðingur óskast í nýja stöðu hjá Fjölskyldusviði Fljótsdalshéraðs

Mynd af vef pixabay.com
Mynd af vef pixabay.com

Sálfræðing vantar til starfa innan Austurlandslíkansins sem er ný nálgun við lausn á vanda barna og fjölskyldna. Austurlandslíkanið er að fyrirmynd Nyborgarmódelsins og byggir að mörgu leyti á álíka nálgun og innleidd hefur verið í Herning í Danmörku. Helstu áherslur í verklaginu eru snemmtæk inngrip, forvarnir og samvinna í teymi úti í skólum með áherslu á samstarf ólíkra fagstétta og stofnana. Mikil áhersla er lögð á valdeflingu og þátttöku einstaklinga við ákvarðanatöku í eigin málum. Innan teymisins starfa félagsráðgjafar, þroskaþjálfi og skólahjúkrunarfræðingur. Starfið er fjölbreytt og skapandi og gefandi að taka þátt í að móta nýtt vinnulag og nýsköpun í stjórnsýslu. Sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Vopnafjörður, Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður og Djúpivogur standa saman að innleiðingu Austurlandslíkansins. Teymið situr tvo daga í viku úti í skólum sveitarfélaganna – teymið er á faraldsfæti þar sem það sinnir sjö grunnskólum sveitarfélaganna sem og leikskólum.

Helstu verkefni og ábyrgð Sálfræðingur tekur þátt í þróun nýs verklags innan barnaverndar og félagsþjónustu í samstarfi við skóla og heilsugæslu með áherslu á snemmtæka íhlutun og forvarnir. Hann deilir ábyrgð á því að efla samstarf og virkni teymisins samhliða því að ryðja niður múrum milli stofnana og fagsviða. Óskað er eftir reyndum sálfræðingi sem getur starfað sjálfstætt auk þess að hafa góða samskiptahæfileika og reynslu af teymisvinnu. Reynsla af hópmeðferð af ýmsu tagi er kostur auk hugmyndaauðgi og sköpunarkrafts – að hugsa út fyrir boxið.

Óskað er eftir

  • Einstaklingi með réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
  • Reynslu af almennum sálfræðistörfum og hópmeðferðarvinnu
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki og vilji til að taka þátt í uppbyggingu og skapandi starfi
  •  Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Áhugi á að vinna í þverfaglegu starfsumhverfi

Nánari upplýsingar veitir Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 470 0700 og á netfangi julias@egilsstadir.is Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lynghálsi 12, 700 Egilsstöðum fyrir 31. maí 2018. Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eftir samkomulagi.