Markaðir, bíó og tónleikar í Sláturhúsinu um helgina

Um helgina verður sitthvað um að vera í Sláturhúsinu. Á laugardaginn verða markaðir, nytjamarkaður fyrir útivistarföt og skíði frá klukkan 13 til 15 og svo myndlistarmarkaður frá klukkan 13 til 18.

Nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöðum ætla að flytja vel valin lög klukkan 13 og svo hefst Jólabíóið klukkan 15, en þá verður jólamynd sýnd í Frystiklefanum.

Á sunnudaginn verða notalegheit í fyrirrúmi. Jólamynd verður sýnd í Frystiklefanum klukkan 15.

Um kvöldið bjóða Jón Hilmar og Halldóra Malin í ljúfa jólatóna. Þau hafa verið að spila íslensk dægurlög og djassa saman i gegnum árin og venda nú kvæði sínu í kross inn í jólakósístund. Tónleikarnir byrja klukkan 20 og er frjáls aðgangseyrir.