Málþing um málefni fólks af erlendum uppruna á Austurlandi

Málþing um málefni fólks af erlendum uppruna á Austurlandi verður haldið þriðjudaginn 23. júní klukkan 14:00-16:30 í Egilsbúð í Neskaupstað.

Fólk af erlendum uppruna er um 11% Austfirðinga. Fjallað verður um stöðu og reynsluheim þess á Íslandi og sjónum beint sérstaklega að Austurlandi.

Á málþinginu koma fram:

  • Markus Hermann Meckl, prófessor við Háskólann á Akureyri
  • Wala Abu Libdeh, íbúi af erlendum uppruna
  • Gosia Libera, íbúi af erlendum uppruna
  • Zane Brikovska, ráðgjafi við Alþjóðastofu Akureyrarbæjar
  • Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Fjölmenningarsetri
  • Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum
  • Davíð Þór Jónsson, prestur
  • Tinna K. Halldórsdóttir frá Austurbrú

Allir velkomnir og léttar veitingar í boði