Lausar stöður við leik- og grunnskóla á Fljótsdalshéraði

Börn að leik við Egilsstaðaskóla í vetur
Börn að leik við Egilsstaðaskóla í vetur

Lausar stöður við leik- og grunnskóla á Fljótsdalshéraði

Fljótsdalshérað auglýsir eftir leikskólakennurum við leikskólana Hádegishöfða og Tjarnarskóg frá og með næsta skólaári

Menntunar- og hæfniskröfur eru:

  • Leikskólakennaramenntun, önnur háskólamenntun eða reynsla á sviði uppeldis og kennslu.
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Jákvæðni og áhugasemi
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Allar frekar upplýsingar um leikskólann Hádegishöfða og störf þar veitir Guðmunda Vala, skólastjóri, í síma 4700 670 eða á netfanginu vala@egilsstadir.is. Upplýsingar um Tjarnarskóg veitir Sigríður Herdís, skólastjóri, í síma 4700660 eða á netfanginu sigridurp@egilsstadir.is. Tekið er tillit til eldri starfsumsókna sem hafa komið í vetur.
Sótt er um á ofangreindum netföngum eða vefföngunum:
Hádegishöfði: http://hadegishofdi.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn
Tjarnarskógur: http://tjarnarskogur.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn

Við Fellaskóla, Fellabæ eru eftirfarandi störf laus til umsóknar frá og með næsta skólaári:

Staða aðstoðarskólastjóra
Um er að ræða 100% starf þar sem kennsla er um helmingur starfsins. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri skipta að miklu leyti með sér verkum en aðstoðarskólastjóri hefur meðal annars umsjón með mötuneyti og lengdri viðveru. Kennsluréttindi í grunnskóla er skilyrði og reynsla af stjórnun og/eða framhaldsnám tengt henni er æskileg.

Staða deildarstjóra sérkennslu
Æskilegt starfshlutfall er 100% þar sem sérkennsla er um helmingur starfsins. Starfið felst í skipulagningu á framkvæmd sérkennslu og stuðningsúrræða innan skólans og er deildarstjóri næsti yfirmaður sérkennara og stuðningsfulltrúa. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfinu er nauðsynleg og stjórnunarreynsla er æskileg.

Kennarastöður
Auglýst er eftir íþrótta- og sundkennara í rúmlega 90% starf næsta skólaár vegna fæðingarorlofs og kennara í textílmenntí rúmlega þriðjungsstarf.

Nánari upplýsingar um Fellaskóla og störf þar veitir Sverrir Gestsson, skólastjóri í síma: 4700-640 og 822-1748 og einnig á netfanginu sverrir@fell.is. Upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðu skólans www.fell.is.

Við Egisstaðaskóla eru eftirfarandi störf laus til umsóknar frá og með næsta skólaári:

Staða deildarstjóra á yngsta stigi
Um er að ræða stöðu deildarstjóra á yngsta stigi, 1.-3. bekk, 50% starf. Deildarstjóri á yngsta stigi hefur jafnframt umsjón með sérkennslu í 1.-3.bekk og starfar í stjórnendateymi skólans.
Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun, reynslu af stjórnun, skipulagshæfileika og góða samskiptahæfni. Jafnframt er gerð krafa um menntun í sérkennslufræðum. Stjórnunarmenntun er kostur.

Kennarastöður
Auglýst er eftir umsjónarkennara á miðstigi, smíðakennara og tónmenntakennara í 50% starf. Jafnframt er auglýst eftir umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi til eins árs vegna fæðingarorlofs. Um er að ræða 90-100% stöður.  

Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun.  

Nánari upplýsingar um Egilsstaðaskólaog störf þar veitir Ruth Magnúsdóttir skólastjóri í síma 4700 607 eða á netfanginu ruth@egilsstadir.is. Upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðu skólans www.egilsstadaskoli.is.
Um allar ofangreidar stöður gildir að launakjör eru samkvæmt viðkomandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Nauðsynlegt er að umsækjendur séu liprir í samskiptum og æskilegt að þeir hafi gott vald á íslensku. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda hlutaðeigandi skólastjórum. Umsóknarfrestur er til 2. maí nk.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin.