Jafnlaunavottun

Í framhaldi af setningu laga um jafnlaunavottun sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní 2017 og öðluðust gildi 1. janúar 2018, er hafin vinna við undirbúning jafnlaunavottunar fyrir Fljótsdalshérað. Samið var við fyrirtækið PWC. að stýra því ferli og er sú vinna nú í gangi. Fljótsdalshérað er með fleiri en 250 starfsmenn á launaskrá og þarf því samkvæmt umræddum lögum að ljúka ferlinu fyrir lok ársins 2018.

Að loknu undirbúningsferli þarf síðan að sækja um sérstaka vottun og eru það í dag einungis tveir aðilar sem hafa réttindi til að veita jafnlaunavottun.

Fljótsdalshérað vill nota tækifærið til að hvetja öll fyrirtæki sveitarfélagsins til að vinna að þessum málum í samræmi við gildandi lög og ljúka ferlinu innan þeirra tímamarka sem þar er mælt fyrir um. Frekari upplýsingar er að finna hér á vef Alþingis