Glímt við heimsmet í handstöðu

Glímt verður við heimsmet í handstöðu á Vilhjálmsvelli
Glímt verður við heimsmet í handstöðu á Vilhjálmsvelli

Í tilefni þess að Fimleikasamband Íslands er 50 ára ætlar fimleikadeild Hattar að taka þátt í því að setja heimsmet í handstöðu. Viðburðurinn fer m.a. fram í Laugardalshöllinni en einnig á Vilhjálmsvelli fimmtudaginn 17. maí. Mæting er klukkan 17:20 en staðið á höndum klukkan 17:30.

Að handstöðunni lokinni verður boðið upp á köku. Það eru allir velkomnir til að hjálpa til við að láta þetta gerast