Egilsstaðaskóli - Laus kennarastaða

Egilsstaðaskóli er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði og er aðstaða öll til fyrirmyndar.
Egilsstaðaskóli er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði og er aðstaða öll til fyrirmyndar.

Kennara vantar í okkar góða starfsmannahóp í Egilsstaðaskóla næsta vetur. Um er að ræða stöðu umsjónarkennara á miðstigi (80-100%) í afleysingum til eins árs.

Í Egilsstaðaskóla eru 360 nemendur og tæplega 70 starfsmenn. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru teymiskennsla, virkir nemendur og list og verkgreinar. Skólinn er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði og er aðstaða öll til fyrirmyndar.

Umsóknarfrestur er til 21.ágúst n.k og skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað á netfangið ruth@egilsstadir.is.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Ruth Magnúsdóttir ruth@egilsstadir.is eða í síma 4700 605.