Borgarafundur um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2018

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til borgarafundar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun áranna 2019 – 2021. Áætlanirnar voru afgreiddar við fyrri umræðu í bæjarstjórn 1. nóvember sl., en síðari umræða verður 15. nóvember nk. 

Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla á 2. hæð, fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:30. Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að koma á fundinn og kynna sér þessi málefni sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs