Bæjarstjórnarbekkurinn á Jólakettinum

Frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettininum í Barrra fyrir nokkrum árum
Frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettininum í Barrra fyrir nokkrum árum

Minnum á bæjarstjórnarbekkinn sem verður á markaði Jólakattarins að Valgerðarstöðum laugardaginn 14. desember frá klukkan 11:00 til 16:00. Þar gefst íbúum tækifæri á að setjast niður með bæjarfulltrúum og bæjarstjóra og koma á framfæri við þau erindum og ábendingum. Framkomnum erindum verður svo vísað til viðkomandi nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins til umfjöllunar og úrlausna.
Sjáumst á Jólakettinum

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.