Yfirlit frétta

Sjáumst í myrkrinu!

Nú þegar farið er að dimma á kvöldin er bráðnauðsynlegt að huga að endurskinsmerkjum. Í myrkri sjást gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða.
Lesa

Samþykkt að hefja sameiningarviðræður

Á fundum sveitarstjórna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps, sem haldnir hafa verið í þessari viku, hefur verið til umfjöllunar tillaga um að ganga með formlegum hætti til undirbúnings að mögulegri sameiningu þessara sveitarfélaga.
Lesa

Laust er til umsóknar starf skjalastjóra hjá Fljótsdalshéraði

Laust er til umsóknar starf skjalastjóra hjá Fljótsdalshéraði. Æskilegt er að viðkomandi geti komið til starfa í desember 2018. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2018.
Lesa

Þjóðsögur frá Bretlandi – sagnaþulur í Sláturhúsinu

Breski sagnaþulurinn Katy Cawkwell verður á Egilsstöðum 18. og 19. október og verður með sagnakvöld og sagnamennskunámskeið í Sláturhúsinu. Katy hefur starfað sem sagnaþulur í tvo áratugi og sérhæfir sig í breskri þjóðsagnahefð. Efnið er flutt á ensku en bæði námskeiðið og frásagnarkvöldið eru hönnuð fyrir þátttakendur sem ekki hafa mikla kunnáttu í ensku.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

283. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 17. október 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

„Kona á skjön“ Áhugaverð sýning í Safnahúsinu

Nýverið var opnuð sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Sýningin er farandsýning en hún verður í húsinu til nóvemberloka
Lesa

SAFT netöryggisfræðsla fyrir foreldra nemenda í 6. og 7. bekk

Mánudaginn 8. október klukkan 9 verður foreldrum nemenda í 6. og 7. bekk grunnskóla á Fljótsdalshéraði boðið upp á netöryggisfræðslu. SAFT, vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi, heldur námskeiðið.
Lesa

Hvernig líður börnunum?

Mánudaginn 8. október klukkan 20:00 býður Fljótsdalshérað foreldrum í sveitarfélaginu upp á kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining leggja fyrir 8.-10. bekkinga á Íslandi á hverju ári. Unglingar eru hvattir til að mæta með foreldrum sínum.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 3. október

282. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. október 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli

Á Egilsstaðaflugvelli stendur yfir flugslysaæfing. Hún var sett í gærkvöld í Egilsstaðaskóla og undir miðnætti var bátaæfing á Lagarfljóti.
Lesa