Yfirlit frétta

Unnið verði með niðurstöður skoðanakönnunar að loknum sveitarstjórnarkosningum

Bæjarstjórn hvetur fulltrúa viðkomandi sveitarfélaga, í framhaldi af sveitarstjórnarkosningum í vor, til að undirbúa viðræður um mögulega sameiningu þeirra sveitarfélaga þar sem niðurstaða var afgerandi
Lesa

Opnar æfingar bogfimideildar Skaust

Á Fljótsdalshéraði er starfrækt öflug bogfimideild innan Skotfélags Austurlands. Eiga Héraðsbúar þar landsliðsfólk, Íslandsmeistara og Íslandsmethafa.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 18. apríl

273. fundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 18. apríl 2018 og hefst hann klukkan 17. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

MMF á höttunum eftir leikföngum

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hyggst standa fyrir sýningu á leikföngum, gömlum, nýrri og nýjum, í Sláturhúsinu í sumar. Sýnd verða leikföng í eigu Minjasafns Austurlands auk lánsgripa í einkaeigu.
Lesa

Lausar stöður við leik- og grunnskóla á Fljótsdalshéraði

Fljótsdalshérað auglýsir eftir leikskólakennurum við leikskólana Hádegishöfða og Tjarnarskóg frá og með næsta skólaári. Þá vantar aðstoðarskólastjóra og kennara við Fellaskóla og kennara við Egilsstaðaskóla. Umsóknarfrestur er til 2. maí.
Lesa

Auglýst eftir aðstoðarmanni skipulags- og byggingarfulltrúa

Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir aðstoðarmanni. Umsóknarfrestur rennur úr 27. apríl.
Lesa

Rokkbúðir fyrir stelpur í Sláturhúsinu

Rokkbúðir fyrir 12 til 16 ára verða haldnar í fyrsta sinn á Egilsstöðum, í samstarfi við námskeiðaröð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, ,,Stelpur skapa”. Búðirnar fara fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum helgina 27.-29. apríl.
Lesa

Ungmennaþing 2018 – geðheilbrigði

Á fimmtudag fer fram Ungmennaþing í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Skipuleggjendur þingsins eru meðlimir ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs. Áhersla þingsins í ár er geðheilbrigði ungs fólks á Austurlandi.
Lesa

Greinargerð um fræðasetur Jóns lærða

Greinargerð um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishúsinu á Hjaltastað og Hjaltalundi hefur verið lögð fram.
Lesa

Fellaskóli: Samvera á sal

Boðað er til samveru á sal í Fellaskóla þriðjudagsmorguninn 10. apríl klukkan 8:15. Í um klukkustund gefst nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum kostur á að velta fyrir sér æskilegu fyrirkomulagi á símanotkun í Fellaskóla.
Lesa