Yfirlit frétta

Yfirlýsing vegna notkunar á ólöglegum frammistöðubætandi efnum

Héraðsþrek og CrossFit Austur skrifa undir yfirlýsingu þar sem notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna er fordæmd. Í vikunni var send út yfirlýsing þar sem hópur fyrirtækja í heilsu- og líkamsræktarstarfsemi þar sem notkun frammistöðubætandi efna er fordæmd. Vilja Héraðsþrek og CrossFit Austur, með því að kvitta undir yfirlýsinguna, gefa þau skýru skilaboð að notkun stera og annarra ólöglegra efna sé ekki það sem heilsurækt og heilsuefling á Fljótsdalshéraði stendur fyrir.
Lesa

Laust starf við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Laust er til umsóknar starf starfsmanns við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Um hlutastarf er að ræða.
Lesa

Samvera um jól og áramót

SAMAN-hópurinn hvetur foreldra og forráðafólk til að njóta samvista með börnum sínum í desember. Nú þegar undirbúningur jólahátíðarinnar er hafinn minna fulltrúar SAMAN-hópsins á að samvera með fjölskyldunni er mikilvægasta forvörnin.
Lesa

Gjaldskrárbreyting í Íþróttamiðstöð

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 5. desember 2018 var staðfest tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um hækkun gjaldskrár Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Lesa

Bæjarstjórnarbekkurinn 2018

Minnum íbúa Fljótsdalshéraðs á bæjarstjórnarbekkinn, sem líkt og undanfarin ár verður settur upp á Jólakettinum 2018 (Barra- markaðinum), en hann verður haldinn laugardaginn 15. desember að Valgerðarstöðum frá klukkan 10:00 til 16:00.
Lesa

Auglýst eftir umsóknum úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs

Auglýstir eru til umsóknar styrkir úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs, með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019. Markmið sjóðsins er að efla atvinnutengda starfsemi og búsetu á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Sameiningarviðræður: Samið við ráðgjafarfyrirtæki

Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgafjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem haldinn var þriðjudaginn 4. desember 2018, var samþykkt samhljóða að ganga til samninga við RR ráðgjöf varðandi verkefnastjórn og vinnu við stöðumat og framtíðarsýn.
Lesa

Auglýsing um starf vallastjóra á Fljótsdalshéraði

Laus er til umsóknar starf vallastjóra á Fljótsdalshéraði. Starfið felst í því að hafa umsjón með og sinna umhirðu og viðhaldi íþróttavalla á Fljótsdalshéraði, sjá um daglegan rekstur þeirra og viðhald tækni-, vél- og rafbúnaðar hvers konar og vera í góðum samskiptum við íþróttafélög sem nota vellina. Yfir vetrarmánuðina sinnir starfsmaður auk þess ýmsum tilfallandi verkefnum á vegum áhaldahúss sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 3. janúar 2019.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

286. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. desember 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Nýtt jólanámsefni í Minjasafninu

Námsefni Minjasafns Austurlands hefur verið í vinnslu og þróun um nokkurt skeið í samstarfi við Unni Maríu Sólmundsdóttir sem á og rekur námsefnisgagnabankann Kennarinn.is. Um er að ræða 10 námsefnispakka, einn fyrir hvern bekk grunnskólans. Fjallað er um mismunandi efni í hverjum pakka en allir tengjast þeir safnkosti Minjasafnsins eða sögu Austurlands.
Lesa