Yfirlit frétta

Veður hamlar skólahaldi

Vegna veðurs er skólahaldi í Brúarásskóla og Fellaskóla aflýst í dag. Séð verður til þess að þau börn sem hafa skilað sér í Fellaskóla og búa í einhverri fjarlægð frá skólanum fari heim í samráði við aðstandendur.
Lesa

Símalaus sunnudagur

Á sunnudaginn, þann 26. nóvember, stendur Barnaheill fyrir áskorun um símalausan sunnudag. Þennan dag er skorað á alla að skilja símann við sig og er áskoruninni ætlað að vekja athygli á áhrifum símanotkunar á samskipti fjölskyldunnar. Verður símum stungið ofan í skúffur klukkan níu á sunnudagsmorgni og hann ekki tekinn upp aftur fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu um kvöldið.
Lesa

Ljósaganga UN Women á Egilsstöðum

Ljósaganga UN Women fer fram laugardaginn 25. nóvember klukkan 13 á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu á Egilsstöðum. Gengið verður frá Egilsstaðakirkju að Gistihúsinu.
Lesa

Upplýsingar vegna aflífunar kattar

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aflífunar kattar og umfjöllunar á samfélagsmiðlum vegna þess.
Lesa

Fljótsdalshérað auglýsir styrki til menningarstarfs á árinu 2018

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 15. desember 2017. Annars vegar er um að ræða verkefnastyrki og hins vegar styrki til almennrar liststarfsemi.
Lesa

Umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað en umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs samþykkti í nóvember 2016 að unnin skyldi slík áætlun fyrir sveitarfélagið.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

265. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 15. nóvember 2017 og hefst hann kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Heilsueflandi Austurland

Í mars 2017 skrifuðu þrjú sveitarfélög á Austurlandi; Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður, undir samstarfssamning við Embætti landlæknis um að gerast Heilsueflandi samfélög. Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og ákvarðanatöku.
Lesa

Borgarafundur um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2018

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til borgarafundar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun áranna 2019 – 2021. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:30.
Lesa

Bæjarstjórn bókar vegna samgöngumála

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir vonbrigðum með að virt ríkisstofnun eins og Vegagerðin skuli ekki vanda betur til verka þegar að unnið er að jafn veigamiklu verkefni eins og uppbyggingu þjóðvegar í botni Skriðdals og heilsársvegar um Öxi
Lesa