Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéraði - Deiliskipulag flugvallar

Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéraði - Deiliskipulag flugvallar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 2. maí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi flugvallar á Egilsstöðum, skv.. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samkvæmt tillögunni eru helstu breyting á deiliskipulagi flugvallar þessar:

Fullnæga reglugerð og kröfum um stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og
ráðsins (EB) nr. 216/2008.
· Deiliskipulagssvæðið stækkað til að gera ráð fyrir framtíðaruppbyggingu flugvallar sbr. greinagerð með
aðalskipulagi.
· Stækkun flughlaðs og bætt við akstursbraut (taxibraut) fyrir flugvélar.
· Byggingareitur (10) stækkaður í 57.000 m² og færður til fyrir framtíðaruppbyggingu og verður að lóð nr. 19 við
Flugvallarveg. Hámarks nýtingahlutfall er 0,45.
· Gert ráð fyrir framtíðarstaðsetningu nýrra bílastæða. Heildarflatamál bílastæðareits er 13.300 m² sem fullnægir
þörfum ef byggingarreitur Flugvallarvegar 19 verður fullnýttur. Almennt er gert ráð fyrir einu bílastæði á hverja 150 m²
vegna bygginga nema við flugstöð er gert ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 50 m². Heildarfjöldi bílastæða er að hámarki
380 bílastæði.
· Afmarkaðar eru 6 nýjar lóðir, 3 lóðir stækkaðar og lóðum gefin götuheiti í stað númera á byggingareiti;
- Gerð er lóð utan um Flugstöðvarbyggingu Flugvallarvegur 17.
- Gerðar eru 5 nýjar lóðir fyrir flugtengda starfsemi Flugvallarvegur 1 - 9.
- Lóð Flugvallarvegur 15 (áður hús 2). Lóð stækkuð.
- Lóð Flugvallarvegur 13 (áður hús 4). Lóð stækkuð.
- Lóð Flugvallarvegur 11 (áður hús 5). Lóð stækkuð.
· Leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall er 0,50.
· Framtíðar aðkoma flugvallar færist.
· Að öðru leiti gilda eldri skilmálar.

Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinagerð sem sýnir skipulagið fyrir og eftir breytingu ásamt 3 skýringaruppdráttum. 
Sjá: Uppdráttur 1, uppdráttur 2, uppdráttur 3.

Tillagan frammi á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, Egilsstöðum og þær er einnig að finna á vef sveitarfélagsins, www.fljotsdalsherad.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 15. júli 2018 annað hvort með bréfpósti á heimilisfangið hér fyrir neðan eða með tölvupósti á netfangið gunnlaugur@egilsstadir.is.


f.h. bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi