Kröflulína - breytingatillaga

Kröflulína 3 í Víðidal. Tölvumynd frá Landsneti
Kröflulína 3 í Víðidal. Tölvumynd frá Landsneti

Kröflulína 3 - breytt lega

Fljótsdalshérað auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna breyttrar legu Kröflulínu 3, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Línan er fyrirhuguð frá tengivirki við Kröfluvirkjun í Skútustaðahreppi að tengivirki við Fljótsdalsstöð í Fljótsdalshreppi.

Í gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er gert ráð fyrir línunni og að hún liggi meðfram Kröflulínu 2, sem þegar er risin, frá vestari staðarmörkum sveitarfélagsins í Jökulsá á Fjöllum við Núpaskot að staðarmörkum Fljótsdalshrepps á Klausturselsheiði. Breytingin felur það í sér að línuleiðin víki frá þeirri leið sem tilgreind er í aðalskipulaginu á 10 km kafla við Núpaskot.

Tillagan, með umhverfiskýrslu, er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs og liggur frammi á bæjarskrifstofu að Lyngási 12, Egilsstöðum.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 18. nóvember nk. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@egilsstadir.is eða í bréfpósti til Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, 700 Egilsstaðir.

Greinargerð vegna breyttrar legu Kröflulínu 3

F.h. Umhverfis- og framkvæmdanefndar
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs