Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 3

Kröflulína 3 í Víðidal. Tölvumynd frá Landsneti
Kröflulína 3 í Víðidal. Tölvumynd frá Landsneti

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 6. mars sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan sveitarfélagamarka Fljótsdalshéraðs. Leyfið er gefið út á grundvelli umhverfismats Kröflulínu 3 og Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, sbr. breytingu vegna Kröflulínu 3 sem tók gildi þann 25. febrúar 2019.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og liggur matsskýrsla Landsnets og álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum frá 6. desember 2017 fyrir.

Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess eru:

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. einnig 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Egilsstöðum 14. mars. 2019

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs