Upplýsingar vegna Covid-19

Tilkynning frá aðgerðastjórn 20.apríl

Fjöldi greindra smitaðra á Austurlandi er óbreyttur, þeir eru átta talsins. Tveir eru í einangrun sem fyrr. Fimmtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi minnir enn og aftur á að engar tilslakanir hafa tekið gildi og gera ekki fyrr en 4. maí næstkomandi.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 19.apríl

Óbreytt staða er á Austurlandi hvað smit varðar, en þau eru átta talsins. Tveir smitaðra eru enn í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um tvo frá í gær, eru nú fjórtán talsins.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 18.apríl

Engin breyting hefur orðið á fjölda smitaðra á Austurlandi síðasta sólarhringinn, en þeir eru átta talsins. Tveir þeirra eru í einangrun. Sextán eru nú í sóttkví. Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi vilja minna á nauðsyn þess að huga að andlegri heilsu og velferð hjá bæði sjálfum sér og samferðafólkinu á þessum óvenjulegu tímum.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 17.apríl

Smit á Austurlandi eru átta talsins. Síðast kom upp smit 9. apríl. Af þeim átta sem smitast hafa eru tveir enn í einangrun. Átján eru í sóttkví, einum fleiri en í gær.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 16.apríl

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi nýlega. Átta smit hafa greinst í fjórðungnum frá því faraldurinn hófst. Sex þeirra smituðu hafa náð sér. Tveir eru enn í einangrun. Sautján eru í sóttkví.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 15.apríl

Af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir í einangrun. Sex hafa náð bata. Tuttugu eru í sóttkví.
Lesa

Austurland á tímum kórónaveirunnar

Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hafa tekið höndum saman um ljósmyndaverkefni sem miðar að því að safna samtímaheimildum um Austurland á tímum kórónaveirunnar.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 14.apríl

Af átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir nú í einangrun en sex náð bata. Tveir bættust við í sóttkví frá í gær. Skýrist það af einstaklingum er komu erlendis frá. Í sóttkví eru samtals tuttugu og þrír.Af átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir nú í einangrun en sex náð bata. Tveir bættust við í sóttkví frá í gær. Skýrist það af einstaklingum er komu erlendis frá. Í sóttkví eru samtals tuttugu og þrír.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 13.april

Fjöldi smitaðra er óbreytt í fjórðungnum frá í gær. Þeir eru átta talsins, tæplega 0,1% af íbúafjölda á svæðinu. Sambærilegur hlutfallstölur fyrir landið allt er tæplega 0,5%. Af átta smituðum eru þrír í einangrun en fimm batnað.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 12.apríl

Engin ný smit komu upp síðasta sólarhring á Austurlandi. Átta hafa greinst smitaðir. Þremur hafði batnað í gær og hafa tveir nú bæst við. Þrír eru því í einangrun í fjórðungnum af átta smituðum en fimm batnað.
Lesa