Upplýsingar vegna Covid-19

Tilkynning frá aðgerðastjórn 30.apríl

Sex eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einungrun vegna smits. Breyting á reglum 4. maí, - litlar breytingar fyrir okkur flest ! Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að kynna sér þessar reglur enda einungis um útdrátt að ræða hér.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 29.apríl

Sjö eru nú í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn sér ástæðu til að hrósa íbúum í fjórðungnum fyrir þolgæði á þessum undarlegu tímum. Kálið er ekki sopið en veðrið að batna og sumarið komið. Njótum þess.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 28.apríl

Enginn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Átta hafa greinst en öllum batnað. Sex eru í sóttkví. Aðgerðastjórn hvetur stofnanir og fyrirtæki til að halda áfram árvekni sinni og skipulagi sem komið var á í tengslum við varnir gegn COVID-19 veirunni.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 27.apríl

Átta COVID-19 smit hafa greinst á Austurlandi. Öllum hinna smituðu hefur nú batnað og eru komnir úr einangrun. Fjórir eru í sóttkví.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 26.apríl

Þann 24. mars síðastliðinn greindist fyrsta COVID-19 smit á Austurlandi. Þróunin var hröð fyrst í stað og átta smit greindust fyrstu sextán dagana. Síðan 9. apríl hefur smit ekki greinst í fjórðungnum. Öllum hinum smituðu hefur nú batnað þannig að enginn er í einangrun sem stendur. Fjórir eru í sóttkví.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 25.apríl

Fjöldi greindra smita á Austurlandi er óbreyttur sem fyrr. Átta smit hafa greinst. Einn er í einangrun. Sjö eru í sóttkví. Þegar litið er til þróunar í fjölda smita á svæðinu er ljóst að faraldurinn er á undanhaldi. Það má ekki síst þakka samheldni okkar og árvekni við að koma í veg fyrir smit. Höldum því áfram svo ekki komi bakslag og gleðjumst 4. maí þegar reglur verða rýmkaðar.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 24.apríl

Einn er í einangrun af átta sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi en sjö er batnað. Þá eru sjö í sóttkví. Aðgerðastjórn áréttar að nýjar takmarkanir á samkomum taka gildi 4. maí. Því eru, til þess tíma, enn í gildi takmarkanir við notkun spark- og íþróttavalla, fjöldatakmörkun sem miðar við tuttugu manns, tveggja metra nálægðarmörk og svo framvegis.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 23.apríl

Af átta smituðum á Austurlandi er einn enn í einangrun. Sex eru í sóttkví. Þá eru níu einstaklingar í svokallaðri sóttkví B.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 22.apríl

Af þeim átta sem greinst hafa með COVID-19 veiruna á Austurlandi hafa sjö þeirra nú náð heilsu á ný. Einn er enn í einangrun. Tólf eru í sóttkví, tveimur færri en í gær.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 21.april

Tveir eru enn í einangrun af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi. Fjórtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi hefur haft af því áhyggjur að með hækkandi sól muni óheftur ferðamannafjöldi erlendis frá óhjákvæmilega auka smithættu á svæði sem er viðkvæmt fyrir. Því er það mat aðgerðastjórnar að tillaga sóttvarnalæknis um tímabundna fjórtán daga sóttkví ferðamanna sé mikilvæg og þörf ráðstöfun að svo komnu máli.
Lesa