Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

  

Í bráðabirgðarákvæði í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 er kveðið á um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA).

Notendastýrð persónuleg þjónusta er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.

Í reglum félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk er tekið mið af handbók um NPA og leiðbeinandi reglum um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.