Þjónustufulltrúi hjá Bókasafni Héraðsbúa

Óskað er eftir starfsmanni í 50% starf á Bókasafni Héraðsbúa frá 15. október 2019.
Bókasafnið er á efstu hæð í Safnahúsinu, Laufskógum 1 á Egilsstöðum. Það er opið frá klukkan 14 til 19 alla virka daga, vinnutíminn verður á því tímabili.
Helstu verkefni starfsmanns eru að annast afgreiðslu og uppröðun safnkosts, leiðbeina og veita safngestum aðstoð.


Menntunar- og hæfnikröfur:

  •  Stúdentspróf ákjósanlegt
  •  Góð íslenskukunnátta, tölvukunnátta og færni í netnotkun
  •  Reynsla af notkun gagnasafns Landskerfis bókasafna er kostur
  •  Nákvæmni, samviskusemi og góð samskiptafærni er nauðsyn
  •  Handlagni er nauðsynleg og „skreytigen“ kostur

Umsóknarfrestur er til 5. september 2019.

Umsóknir sem greina frá menntun, reynslu og fyrri störfum skulu berast til forstöðumanns Bókasafns Héraðsbúa, Laufskógum 1. Einnig má senda umsóknir og fyrirspurnir á netfangið johannah@egilsstadir.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs: www.fljotsdalsherad.is eða hér.