Félagsþjónustan auglýsir eftir starfsfólki

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi störf:

Stólpi hæfing/iðja og starfsþjálfun

100% starf í dagvinnu með vinnutíma frá klukkan  08:00 til 16:00.
Starfið felur í sér persónulega leiðsögn og aðstoð við fólk með fötlun

Helstu verkefni og ábyrgð í Stólpa:

  • Aðstoð við margvísleg verkefni sem unnin eru í Stólpa
  • Persónuleg aðstoð og stuðningur við athafnir daglegs lífs

Starfið er laust frá 1. júní 2020. Upplýsingar um starfið veitir Anna Sigríður í síma 471 1090 og á netfanginu annask@egilsstadir.is.

Sumarstarf í búsetuþjónustu fatlaðs fólks

Um er að ræða vaktavinnu allt að 80% starf með möguleika á framtíðarstarfi. Starfið felur í sér aðstoð til fatlaðs fólks við athafnir daglegs lífs s.s. heimilisstörf, persónulega aðstoð, félagslega þátttöku og tómstundir.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Gunnarsdóttir, í síma 470 0700 og á netfanginu gudbjorgg@egilsstadir.is.

Félagsleg heimaþjónusta

Um er að ræða 50% sumarstarf en jafnvel möguleiki á framtíðarstarfi. Starfið felst meðal annars í aðstoð við heimilishald og persónulega umhirðu ásamt því að veita félagsskap. Upplýsingar um starfið veitir Aðalheiður Árnadóttir, í síma 470 0700 og á netfanginu adalheidur@egilsstadir.is.

Hæfniskröfur

  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.
  • Ökuréttindi eru æskileg.

Umsóknarfrestur er til 27. maí nk.
Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.
Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.


Vinnustaðir Fljótsdalshéraðs eru reyklausir og fjölskylduvænir.