Egilsstaðskóli auglýsir lausar stöður á næsta skólaári

Lausar stöður í Egilsstaðaskóla næsta vetur
Lausar stöður í Egilsstaðaskóla næsta vetur

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: 

  • Tónmenntakennari 80-100%
  • Umsjónarkennari á yngsta stigi 80-100%
  • Þroskaþjálfi 100%
  • Þroskaþjálfi 80%

Vakin er athygli á stefnu Fljótsdalshéraðs um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli samfélagið.
Gerð er krafa um að kennarar hafi leyfisbréf sem grunnskólakennarar og að þroskaþjálfar hafi þroskaþjálfamenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi.
Hæfniskröfur að öðru leyti:

  • Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í teymi.
  • Faglegur metnaður og frumkvæði.
  • Góð íslenskukunnátta.

Í Egilsstaðaskóla eru 360 nemendur og 70 starfsmenn. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru teymiskennsla, virkir nemendur og list og verkgreinar. Skólinn er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði og er aðstaða öll til fyrirmyndar.
Laun eru samkvæmt samningi sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag

Umsóknarfrestur er til og með 20.mars n.k og skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað á netfangið ruth@egilsstadir.is.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Ruth Magnúsdóttir ruth@egilsstadir.is eða í síma 4700 607