Brúarásskóli auglýsir

Brúarásskóli á Fljótsdalshéraði
Brúarásskóli á Fljótsdalshéraði

Brúarásskóli Fljótsdalshéraði auglýsir stöðu leik- og grunnskólakennara og afleysingu fyrir skólastjóra á næsta skólaári.

Brúarásskóli sem er lítill samkennsluskóli rúma 20 km frá Egilsstöðum með um 50 nemendur. Auglýst er eftir grunnskólakennara í fullt starf og leikskólakennara í fullt starf. Leitað er eftir einstaklingum með faglegan metnað, frumkvæði og góða samskiptafærni.

Einnig óskast stjórnandi í afleysingu í eitt ár. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leiða skólastarf í Brúarásskóla skólaárið 2019 -2020. Skólinn hefur unnið að markvissri skólaþróun síðustu ár.

Launakjör eru í samræmi við kjarasamninga KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsókn sendist á Fljótsdalshérað Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið stefaniam@egilsstadir.is í síðasta lagi 27. mars næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Stefanía Malen Stefánsdóttir, gsm: 8616510 og á netfangið stefaniam@egilsstadir.is. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://www.bruaras.is