Bílstjóri með meirapróf óskast

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs leitar að bílstjóra með meirapróf til að sinna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og eldri borgara. Um er að ræða fullt starf með vinnutíma frá klukkan 08:00-17:00 virka daga. Bílstjóri sér um akstur skv. daglegu tímaplani og veitir fólki nauðsynlega aðstoð við að komast í og úr bíl og á viðkomustað. Bílstjóri hefur umsjón og eftirlit með ferðaþjónustubílnum.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • • Ökuréttindaflokkur D1
  • • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • • Góðir samskiptahæfileikar
  • • Þjónustuvilji og sveigjanleiki
  • • Hreint sakavottorð


Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2020
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsókn ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið gudbjorgg@egilsstadir.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Gunnarsdóttir, í síma 4700700.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um.
Vinnustaðir Fljótsdalshéraðs eru reyklausir og fjölskylduvænir.