Laus störf hjá Fljótsdalshéraði

Laust starf yfirþroskaþjálfa

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa í 100 % starf með vinnutíma frá 08:.00-16:00. Starfið er laust frá 1. apríl n.k. eða eftir nánari samkomulagi. Til greina kemur að ráða einstakling með aðra menntun s.s. iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, kennara.
Lesa

Sumarvinna – Flokkstjórar í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs

Í sumar verður starfræktur vinnuskóli á vegum Fljótsdalshéraðs. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi hóps nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Lesa

Tjarnarskógur auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

Leikskólinn Tjarnarskógur á Egilsstöðum auglýsir lausa stöðu aðstoðarleikskólastjóra frá og með næsta skólaári. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2019.
Lesa

Sumarstörf hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir sumarstarfsfólki til að sinna stuðningsþjónustu við fatlað fólk á eigin heimilum, um er að ræða vaktavinnu með möguleika á mikilli vinnu eða hlutastörf.
Lesa

Hefur þú áhuga á sjálfstæðu starfi með ungum börnum?

Gætir þú hugsað þér að gerast dagforeldri á Fljótsdalshéraði? Sveitarfélagið gefur út leyfi fyrir starfandi dagforeldra, hefur eftirlit með starfsemi þeirra og sér um endurgreiðslur vegna þeirra barna sem eru í gæslu hverju sinni.
Lesa

Almenn starfsumsókn

Hér er hægt að sækja um starf hjá Fljótsdalshéraði sem ekki hefur verið sérstaklega auglýst.
Lesa