Laus störf hjá Fljótsdalshéraði

Sumarvinna fyrir meistarastigsnema

Auglýst hefur verið laust til umsóknar sumarstarf Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi, sem staðsett er á Egilsstöðum. Starfið felst í aðstoð við gagnaöflun, heimildaleit og heimildavinnslu í verkefnum tengdum rannsókn á samfélagi, sögu og menningu á Austurlandi, auk þess sem nemandi fær tækifæri til að nýta hluta tímans til að sinna eigin rannsóknum að því tilskyldu að þær tengist samfélagi, sögu eða náttúru Austurlands.
Lesa

Sumarstarf við skráningu örnefna

Landmælingar Íslands hafa auglýst laust til umsóknar sumarstarf við skráningu örnefna, í samvinnu við heimildamenn á Fljótsdalshéraði, í landupplýsingagrunn Landmælinga Íslands. Skilyrði er að umsækjandi sé í námi (á milli námsanna), 18 ára á árinu eða eldri. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2020.
Lesa

Brúarásskóli auglýsir lausa stöðu umsjónarkennara

Brúarásskóli auglýsir lausa stöðu umsjónarkennara á unglingastigi skólaárið 2020-202.1 Gerð er krafa um leyfisbréf til kennslu, góða samskiptafærni og áhuga og vilja til þátttöku í „Brúnni“, sem er það námsskipulag sem skólastarf í Brúarásskóla byggir á. Umsóknarfrestur rennur út 12. júní.
Lesa

Kennarastaða við Egilsstaðaskóla

Kennara vantar til starfa við Egilsstaðaskóla frá og með næsta skólaári. Auglýst er eftir umsjónarkennara með starfshæfni á elsta stigi. Um að ræða 80% stöðu. Meðal kennslugreina er stærðfræði, enska og íslenska.
Lesa

Almenn starfsumsókn

Hér er hægt að sækja um starf hjá Fljótsdalshéraði sem ekki hefur verið sérstaklega auglýst.
Lesa