Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

57. fundur 15. mars 2017 kl. 15:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson formaður
  • Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir aðalmaður
  • Hólmar Logi Ragnarsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála

1.Ungmennaþing 2017

201701005

Til umræðu var dagskrá Ungmennaþings 2017. Dagskráin er í vinnslu.

2.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar 1. mars 2017.

201703055

Farið var yfir fundargerð sameiginlegs fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar sem haldinn var 1. mars 2017. Almenn ánægja ungmennaráðsfulltrúa var með fundinn og ítrekuð nauðsyn þess að halda slíka fundi reglulega.

3.Samþykktir ungmennaráðs.

201703054

Rýnt var í samþykktir ungmennaráðs og ræddar breytingar á tilnefningum í ráðið.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

4.Tillaga til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum.

201703056

Rædd var tillaga til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum.
Ungmennaráð fagnar tillögunni sem lögð er fram í annað sinn og leggur áherslu á að allir nemendur í framhaldsskólum á Íslandi hafi jafnan aðgang að þjónustunni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ungt fólk og lýðræði 2017

201702147

Ungmennaráð skoðaði dagskrá ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði 2017, sem haldin verður í Miðfirði í apríl. Ungmennaráð mun senda fulltrúa á ráðstefnuna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Raddir ungs fólks skipta máli - ráðstefna.

201703053

Ákveðið að fulltrúar ungmennaráðs ásamt starfsmanni fari á ráðstefnuna Raddir ungs fólks skipta máli sem haldin verður í Reykjavík næstkomandi föstudag, 17. mars 2017.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ferð ungmennaráðsfulltrúa á Reyðarfjörð.

201703057

Ákveðið að ungmennaráðsfulltrúar sitji vinnufund á Reyðarfirði, ásamt ungmennaráðsfulltrúum í Fjarðabyggð, laugardaginn 18. mars 2017.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.