Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

75. fundur 13. desember 2018 kl. 16:30 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir varaformaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Erla Jónsdóttir formaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ivan M. Bjarkason aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar

Málsnúmer 201809098Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs þakkar bæjarstjórn kærlega fyrir góðan fund og málefnalegar umræður.

Ráðið telur nauðsynlegt að halda fundi sem þennan 1-2 sinnum á hverju starfsári ráðsins til að auka samskipti og samvinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201808169Vakta málsnúmer

Ungmennaþing 2019 verður haldið 4. apríl á Egilsstöðum.

Dagskrá þingsins er ennþá í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:45.