Umhverfis- og framkvæmdanefnd

72. fundur 22. júní 2017 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einum lið, Lagarfell 3 - ósk um breytingu á aðalskipulagi, og verður hann nr. 11 á dagskránni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Bekkir víðs vegar um Egilsstaði

201706064

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna og samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um lokun á göngustígum vegna unglingalandsmóts um verslunarmannahelgina

201706073

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Eftirlitsskýrsla vegna kvörtunar/sala gistingar

201706078

Afrit af eftirlitsskýrslu HAUST lögð fram til kynningar. Málið er nú í ferli hjá HAUST. Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að sýslumannsembættið er leyfisveitandi.

4.Davíðsstaðir - aðalskipulagsbreyting

201706094

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir lýsinguna og vísar henni til bæjarstjórnar. Vakin er athygli á niðurstöðu um matsskyldu í kafla 5.1.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Uppsalir/Hleinar - Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

201704059

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki breytinguna og rökstuðning sem þar kemur fram um málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Nefndin mælir með því að breytingin verði send Skipulagsstofnun áður en hún er auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

6.Samningur um þátttöku í skógrækt/Reynihagi

201705157

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki kröfu um framkvæmdaleyfi að öðru leyti er málið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt/Uppsalir 6

201706089

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

8.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt/Uppsalir 7

201706086

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

9.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt/Uppsalir 8

201706088

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

10.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt/Uppsalir 9

201706087

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

11.Lagarfell 3 - ósk eftir breytingu á aðalskipulagi

201706100

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til úrlausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.