Umhverfis- og framkvæmdanefnd

69. fundur 10. maí 2017 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að einu máli yrði bætt við, Umsókn um stöðuleyfi/torgsöluhús, og verður sá liður nr. 16.

1.Heimatún 1 Viðhald

201704029

Lögð er kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun fyrir viðhald á Heimatúni 1 í Fellabæ fyrir nefndina til umfjöllunar að nýju.
Lögð er kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun fyrir viðhald á Heimatúni 1 í Fellabæ fyrir nefndina til umfjöllunar að nýju.Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir Heimatún 1 og samþykkir jafnframt að framkvæmdir hefjist árið 2018 skv. framlögðum gögnum.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

201704023

Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir árið 2018, lögð fram til umræðu.
Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir árið 2018, lögð fram til umræðu.Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða rammaáætlun.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skólabrún deiliskipulag

201309047

Lagt er fyrir nefndina tillögu að breyttu deiliskipulagi Brúnir II, að lokinni kynningu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi, frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til klukkan 15:00, miðvikudaginn 3.maí 2017.Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Lagt er fyrir nefndina tillaga að breyttu deiliskipulagi Brúnir II, að lokinni kynningu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi, frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til klukkan 15:00, miðvikudaginn 3.maí 2017.Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kerfisáætlun Landsnets 2017-2026

201705019

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar.

Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við umhverfisskýrsluna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við matslýsingu kerfisáætlunar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér efni matsskýrslunar og hefur engar ábendingar fram að færa.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um lóð - Bjarkasel 10

201704082

Lagt er fyrir nefndina, umsókn um byggingarlóð.

Ástráður Ási Magnússon, kt.030792-4679 sækir hér með um lóð nr. 10 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.
Lagt er fyrir nefndina, umsókn um byggingarlóð.

Ástráður Ási Magnússon, kt.030792-4679 sækir hér með um lóð nr. 10 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um lóð - Bjarkasel 12

201704083

Lagt er fyrir nefndina, umsókn um byggingarlóð.

Óttar Steinn Magnússon, kt.080289-2199 sækir hér með um lóð nr. 12 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.
Lagt er fyrir nefndina, umsókn um byggingarlóð.

Óttar Steinn Magnússon, kt.080289-2199 sækir hér með um lóð nr. 12 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Minigolfbrautir

201703071

Lagt er fyrir erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði.

Þjónustusamfélagið á Héraði hvetur nefndina og sveitarfélagið til þess að huga að minigolfinu við Hlymsdali.

Komið er að viðhaldi á mörgum brautum,

- Bera þarf viðarvörn á viðinn

- Endurnýja þarf teppi í brautum

- Lappa þarf upp á grasblettinn við Hlymsdali

- Bera í svæðið sem mokað var upp í haust til að setja niðurfallið

- Hugsa um tréin sem þar standa

- Taka rusl og annað sem fellur tilNýlega voru sett tvö ný borð á svæðið og vonum við hjá félaginu að þau fái að vera þarna áfram í sumar því skortur er á stöðum til að tylla sér í miðbænum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur forstöðumanni Þjónustumiðstöðvarinnar úrvinnslu þess.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Jólaljós á Egilsstöðum

201704077

Lagt er fyrir nefndina erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði.

Þjónustusamfélagið á Héraði langar að leggja til eftirfarandi:

- Að fyrir jólin 2017 verði lagt meira í skreytingar í Tjarnargarðinum.

- Að fleiri tré í garðinum verði skreytt.

- Bæta stjörnum á ljósastaura í Miðvangi.

- Bæta ljósum á tré við minigolf í Miðvangi.

- Bæta ljósum á tré niður með Fagradalsbrautinni að Lagarási.

- Skreyta ljósastaura á nesinu.

- Skreyta fleiri ljósastaura í Fellabæ.
Lagt er fyrir nefndina erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði.

Þjónustusamfélagið á Héraði langar að leggja til eftirfarandi:

- Að fyrir jólin 2017 verði lagt meira í skreytingar í Tjarnargarðinum.

- Að fleiri tré í garðinum verði skreytt.

- Bæta stjörnum á ljósastaura í Miðvangi.

- Bæta ljósum á tré við minigolf í Miðvangi.

- Bæta ljósum á tré niður með Fagradalsbrautinni að Lagarási.

- Skreyta ljósastaura á nesinu.

- Skreyta fleiri ljósastaura í Fellabæ.Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að nefndin og fulltrúar frá Þjónustusamfélaginu fundi um erindið í lok sumars.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um uppsetningu skilta

201704112

Lagt er fyrir nefndina erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði.

Þjónustusamfélagið á Héraði óskar eftir því að setja upp skilti í A3 stærð í Tjarnargarðinum, við strandblak-vellina í Bjarnardal og við mini-golf brautirnar við Hlymsdali.

Tillaga að gerð skiltanna og staðsetning þeirra fylgir erindi þessu.
Lagt er fyrir nefndina erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði.

Þjónustusamfélagið á Héraði óskar eftir því að setja upp skilti í A3 stærð í Tjarnargarðinum, við strandblak-vellina í Bjarnardal og við mini-golf brautirnar við Hlymsdali.

Tillaga að gerð skiltanna og staðsetning þeirra fylgir erindi þessu.Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, uppsetning skiltanna skal gerð í fullu samráði við forstöðumann Þjónustumiðstöðvarinnar.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skilti sem bjóða fólk velkomið til Egilsstaða

201704078

Þjónustusamfélagið á Héraði leggur til að sveitarfélagið setji upp "VELKOMIN skilti" við innkomur í bæinn.

Á þeim fjórum gáttum sem komið er inn í Egilsstaði eru hvergi skilti sem taka á móti gestum eða bæjarbúum og bjóða velkomin í bæinn okkar.

Þjónustusamfélagið hvetur sveitarfélagið til að fara í uppsetningu á slíkum skiltum og er þjónustusamfélagið reiðubúið að aðstoða við hluta verksins ef þörf eða áhugi er á.
Þjónustusamfélagið á Héraði leggur til að sveitarfélagið setji upp "VELKOMIN" skilti við innkomur í bæinn.

Á þeim fjórum gáttum sem komið er inn í Egilsstaði eru hvergi skilti sem taka á móti gestum eða bæjarbúum og bjóða velkomin í bæinn okkar.

Þjónustusamfélagið hvetur sveitarfélagið til að fara í uppsetningu á slíkum skiltum og er þjónustusamfélagið reiðubúið að aðstoða við hluta verksins ef þörf eða áhugi er á.Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnisstjóra Umhverfismála að kanna kostnað við slík skilti, staðsetningu þeirra og hefja viðræður við Þjónustusamfélagið á Héraði um aðkomu þeirra að verkefninu, málið verði lagt fyrir fund að nýju að þeirri vinnu lokinni.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum

201704017

Lögð er skýrsla sem unnin er af forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar og Hugrúnu Hjálmarsdóttur um ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum til umræðu.
Lögð er skýrsla sem unnin er af forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar og Hugrúnu Hjálmarsdóttur um ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum til umræðu.Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykkir lagfæringar á Fénaðarklöpp, milli Kaupvangs og Hringvegar verði bætt við verkefnalista viðhalds gatna.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi

201605082

Lagt er fyrir bréf NAUST þar sem óskað er eftir upplýsingar um átak í hreinsun ónýtra girðinga, árangur og áframhald.
Lagt er fyrir bréf NAUST þar sem óskað er eftir upplýsingar um átak í hreinsun ónýtra girðinga, árangur og áframhald.Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnisstjóra Umhverfismála að koma upplýsingunum um framvindu verksins á NAUST. Jafnframt að hefja undirbúning að átaki um hreinsun brotajárns í sveitarfélaginu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Eigendaskipti á landspildunni Stóravík, ásamt orlofshúsum þar

201704097

Lagt er fyrir nefndina erindi Þórhalls Pálssonar fyrir hönd eiganda Stóruvíkur.

Stefnt er að því að halda áfram sama rekstri á svæðinu og verið hefur síðan húsin voru byggð, þ.e. reka þar skammtímaútleigu til almennings og ferðafólks.

Því er farið á leit að skipulags- og byggingarfulltrúa að líta til þess að um enga eðlisbreytingu er að ræða hvað starfsemi á svæðinu varðar og fallist á að mæla með jákvæðri umsögn til sveitarstjórnar þegar til rekstrarleyfisumsóknar kemur. Jafnframt að breyting um landnotkunarflokk úr frístundasvæði í svæði fyrir verslu- og þjónustu verði gerð við næstu reglulegu endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Lagt er fyrir nefndina erindi Þórhalls Pálssonar fyrir hönd eiganda Stóruvíkur.

Stefnt er að því að halda áfram sama rekstri á svæðinu og verið hefur síðan húsin voru byggð, þ.e. reka þar skammtímaútleigu til almennings og ferðafólks.

Því er farið á leit að skipulags- og byggingarfulltrúa að líta til þess að um enga eðlisbreytingu er að ræða hvað starfsemi á svæðinu varðar og fallist á að mæla með jákvæðri umsögn til sveitarstjórnar þegar til rekstrarleyfisumsóknar kemur. Jafnframt að breyting um landnotkunarflokk úr frístundasvæði í svæði fyrir verslu- og þjónustu verði gerð við næstu reglulegu endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda erindið til umsagnar hjá Skipulagsstofnun.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagai Borgarfjarðar eystri, Geitland

201705016

Lagt er fyrir nefndina erindi Borgarfjarðarhrepps, umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi og drög að nýju deiliskipulagi í landi Geitlands í Borgarfirði Eystri.
Lagt er fyrir nefndina erindi Borgarfjarðarhrepps, umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi og drög að nýju deiliskipulagi í landi Geitlands í Borgarfirði eystri.Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið erindið og hefur engar athugasemdir eða ábendingar fram að færa.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum

201704054

Lagt er til kynningar bréf um samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum til skoðunar.
Lagt er fram til kynningar bréf um samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum til skoðunar.Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um stöðuleyfi/torgsöluhús

201610045

Lagt er fyrir erindi um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús að nýju, ásamt tillögu að breyttri staðsetningu.
Lagt er fyrir erindi um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús að nýju, ásamt tillögu að breyttri staðsetningu.Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa endurútgáfu stöðuleyfis með breyttri staðsetningu.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.