Umhverfis- og framkvæmdanefnd

124. fundur 11. desember 2019 kl. 17:00 - 19:10 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta við máli nr. 9. Málsnúmer 201902128.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kjartan Róbertsson sat undir lið 9.

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi Eskifjarðarlinu 1

Málsnúmer 201912016Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 132 kv háspennustrengs og niðurtekt á loftlínu, Eskifjarðalína 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að veitt verði leyfi fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um lóð, Klettasel 2-4

Málsnúmer 201911028Vakta málsnúmer

Umsókn um lóð við Klettasel 2-4.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við ósk um úthlutun lóðar að svo stöddu þar sem breytingar hafa orðið á innköllun hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Landsnet, kerfisáætlun 2020 - 2029

Málsnúmer 201911091Vakta málsnúmer

Landsnet, kerfisáætlun 2020 - 2029.

Tillaga kerfisáætlunar Landsnets kynnt.

4.Umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201910174Vakta málsnúmer

Umsókn um lagnaleið fyrir ljósleiðara.

Farið yfir gögn varðand lagningu ljósleiðara.

Í vinnslu.

5.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

Málsnúmer 201904139Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020.

Farið yfir vinnu við starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020.

Í vinnslu.

6.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á efra Jökuldal

Málsnúmer 201806085Vakta málsnúmer

Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á efra Jökuldal. Tekið til umræðu að lokinni auglýsingu.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur verið í kynningu og lauk henni þann 9. desember sl. Að lokinni kynningu liggja fyrir umsagnir og athugasemdir sem kalla á yfirferð umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu athugasemda.

Í vinnslu.

7.Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

Málsnúmer 201810120Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Stuðlagil - Grund. Tekið til umræðu að lokinni auglýsingu.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Stuðlagil - Grund hefur verið í kynningu og lauk henni þann 9. desember sl. Að lokinni kynningu liggja fyrir umsagnir og athugasemdir sem kalla á yfirferð umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu athugasemda.

Í vinnslu

8.Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2020

Málsnúmer 201802035Vakta málsnúmer

Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2020.

Í vinnslu.

9.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir uppfærð tillaga hönnuðar á millilofti í Egilsstaðaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi lausn og felur yfirmanni eignasjóðs að framkvæmd verði boðin út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:10.