Umhverfis- og framkvæmdanefnd

110. fundur 10. apríl 2019 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar tilkynnti formaður nefndar að eftirfarandi málum yrði frestað til næsta fundar og eru þau númer 3, 4 og 5.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2019

201902073

Til umræðu er fyrirkomulag garðslátta á vegum Fljótsdalshéraðs, fyrir eldri borgara og öryrkja.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að ekki verði gerðar breytingar á fyrirkomulagi garðslátta fyrir eldri borgara og öryrkja að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðhald og uppsetning á ljósabúnaði í dreifbýli.

201710026

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir endurskoðun á samþykkt um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli. Mál var áður á dagsskrá 109. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera áætlun um LED-væðingu útilýsingar í dreifbýli sem sparar sveitarfélaginu viðhaldskostnað og íbúum í dreifbýli rekstrarkostnað. Líta má á verkefnið sem tilraunaverkefni gagnvart lýsingu í þéttbýli.

Samþykkt samhljópða með handauppréttingu.

3.Umsókn um leyfi til skógræktar í landi Keldhóla á Völlum

201902115

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi varðandi skógrækt á jörðinni Keldhólar.

Máli frestað

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsi, Möðrudal.

201902105

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Fjalladýrð ehf. þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsnæði í landi Möðrudals.

Máli frestað

5.Umsókn um lóð, Kaupvangur 23

1903061

Umsókn um lóðina Kaupvang 23 frá Atla Vilhelm Hjartarsyni.

Frestað

6.Endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna

201806043

Fyrir liggur endurskoðuð Fjallskilasamþykkt starfssvæðis SSA (áður Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur) til samþykktar eða ábendinga.

Skipulags- og byggingafulltrúa falið að senda SSA athugasemdir nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Beiðni um úrbætur á bílasæðamálum í kringum Hlaðir Fellabæ

201903090

Erindi frá Grétu Sigurjónsdóttur þar sem óskað er eftir samstarfi um úrbætur í bílastæðamálum við Bókakaffi Hlöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggst ekki gegn úrbótum í bílastæðamálum við Bókakaffi Hlöðum en getur ekki komið að framkvæmd á einkalóð eða einkalandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ósk um breyting aðalskipulags, Geitdalsvirkjun

201811150

Umsagnir um breytingu aðalskipulags vegna Geitdalsvirkjunnar.

Umsagnir sem bárust lagðar fram til kynningar fyrir nefndina. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri við skipulagsráðgjafa og umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands

201904008

Við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þurfti hið nýja sveitarfélag að setja sér nýjar samþykktir skv. sveitarstjórnarlögum. Samþykkt um hundahald er ein af þessum samþykktum sem þarf að setja.

Frestað


10.Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.

201904009

Við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þurfti hið nýja sveitarfélag að setja sér nýjar samþykktir skv. sveitarstjórnarlögum. Samþykkt um kattahald er ein af þessum samþykktum sem þarf að setja.

Frestað.

11.Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði

201904010

Við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þurfti hið nýja sveitarfélag að setja sér nýjar samþykktir skv. sveitarstjórnarlögum. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði er ein af þessum samþykktum sem þarf að setja.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

201802076

Deiliskipulag Egilsstaðflugvallar tekið til umræðu

Gögn lögð fram til kynningar og rædd næstu skref í málinu.

13.Styrkvegir 2019

201904016

Fyrir nefnd liggur að umsóknarfrestur um styrki til samgönguleiða er til 30. apríl nk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að umsókn enda er hún unnin í samræmi við starfsáætlun nefndarinnar. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Tilkynning um garnaveiki á bæ á Fljótsdalshéraði

201812044

Vegna tilfellis á garnaveiki á Fljótsdalshéraði þarf að grípa til aðgerðar til að hefta útbreiðslu sjúkdóms.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að sveitarfélagið liðsinni þeim bændum á Fljótsdalshéraði sem nú þurfa að taka upp bólusetningu á ný á sama hátt og gert hefur verið á undangengnum árum. Verkefnisstjóra umhverfismála falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um lóð - við hlið hitaveitunnar í landi Ekkjufellssels

201903169

Umsókn frá Valdimar Benediktsyni um lóð fyrir iðnaðarhús og geymslusvæði norðan þjóðvegar 1, við hlið hitaveitubyggingar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu þar sem ekki er um deiliskipulagt iðnaðarsvæði að ræða. Umsækjanda er bent á lausar lóðir á skipulögðum iðnaðarsvæðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá

201904024

Umsóknum um stofnun landnúmers út landi Hrafnagerðis ásamt ósk um umsögn bæjarstjórnar um landskipti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að verða við fyrirliggjandi umsókn og felur skipulags- og byggingafulltrúa að fylgja málinu eftir. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að hún veiti jákvæða umsögn um landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

201810120

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Stuðlagil-Grund.

Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir bárust við fyrirliggjandi tillögu en beðið er staðfestingar á breytingu á aðalskipulagi.

18.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Farið yfir stöðu deiliskipulags miðbæjar.

Fyrirliggjandi gögn lögð fram til kynningar. Deiliskipulagstillaga er tilbúin til almennrar kynningar á næstum vikum. Stefnt að opnum kynningarfundi í lok apríl.

19.Verndarsvæði í byggð

201509024

Tilkynning um styrkveiting úr verkefninu verndarsvæði í byggð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar styrkveitingu til verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.

20.Umsókn um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi að Fjóluhvammi 3

201902042

Fyrirspurn lóðarhafa um staðsetningu byggingar innan byggingarreits.

Frestað.

21.Fundargerð 146. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201904004

Fundargerð 146. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Fundargerðir til kynningar

22.Fundargerð 148. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201904006

Fundargerð 148. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Fundargerðir til kynningar

23.Fundargerð 147. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201904005

Fundargerð 147. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Fundargerðir til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:30.