Náttúruverndarnefnd

5. fundur 04. apríl 2016 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Þórhildur Þöll Pétursdóttir formaður
  • Leifur Þorkelsson varaformaður
  • Björn Hallur Gunnarsson aðalmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson

1.Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201510168Vakta málsnúmer

Starfsmaður gerir grein fyrir helstu umræðuefnum á ársfundi Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2015.

2.Ályktanir Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2015

Málsnúmer 201512108Vakta málsnúmer

Lagðar fram ályktanir Náttúruverndarsamtaka Austurlands.

Náttúruverndarnefnd fagnar samstarfi við NAUST ef slíkt er í boði og mun leita til samtakanna ef tilefni er til.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Loftslagsmál og endurheimt votlendis

Málsnúmer 201511088Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dags. 24. nóvember 2015.

Náttúruverndarnefnd fagnar frumkvæði NAUST en óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið og hvaða svæði á Fljótsdalshéraði er um að ræða.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 03.03.2016 þar sem Óðinn Gunnar Óðinsson f.h. vinnuhóps um menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, óskar eftir umsögn og athugasemdum náttúruverndarnefndar við framlögð drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Uppsalir - Aðalskipulagsbreyting - Umsögn náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201604004Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ásgeirsstaðir - Skipulagslýsing - Umsögn náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201604005Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnisslýsingu fyrir Ásgeirsstaði og fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna en leggur áherslu á að framkvædir hafi í för með sér sem minnst umhverfisrask og reynt verði að komast hjá því að breyta lækjarfarvegi eins og kostur er.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Loftslagsverkefni Landverndar

Málsnúmer 201411111Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar auglýsing vegna fyrirhugaðs fundar um Loftslagsverkefni Landverndar og Fljótsdalshéraðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.