Jafnréttisþing 2020

Málsnúmer 202003111

Vakta málsnúmer

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 69. fundur - 25.03.2020

Jafnréttisþing 2020 var haldið í Reykjavík 20. febrúar sl. starfskona nefndarinnar sótti þingið fyrir hönd nefndarinnar. Á jafnréttisþinginu var fjallað um samspil jafnréttis- og umhverfismála í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstaklega var litið til framtíðaráskorana í tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi.

Jafnréttisþinginu var streymt og er hægt að nálagst upptöku af því á Facebook síðu Forsætisráðuneytisins.

Lagt fram til kynningar.