Beiðni um framkvæmdaleyfi: Bakkavörn á 200 m löngum kafla á bakka Hálslóns í Kringilsárrana

Málsnúmer 202003030

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128. fundur - 11.03.2020

Frá því að rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst hefur átt sér stað talsvert rof á bakka Hálslóns í Kringilsárrana. Í stjórnar- og verndaráætlun 2017 - 2026 fyrir Kringilsárrana er tekið fram að séu bakkavarnir nauðsynlegar skulu slíkar framkvæmdir ákveðnar af Umhverfisstofnun í samstarfi við Landsvirkjun og Landgræðsluna. Á samráðsfundi um rannsóknir og vöktun í Kringilsárrana þann 28. nóvember 2018 lagði Landsvirkjun til að ráðist yrði í tilraunaverkefni með allt að 180 m bakkavörn við norðurenda Kringilsárrana. Þess er hér farið á leit, með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010 að bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili ummrædda bakkavörn.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdir við bakkavörn verði heimilaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.