Samráðsgátt. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði

Málsnúmer 201910182

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 488. fundur - 04.11.2019

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að umsögn varðandi frumvarpsdrögin og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs 11. nóvember.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 489. fundur - 11.11.2019

Umsögn bæjarráðs við frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.

Fulltrúar Fljótsdalshéraðs hafa ítrekað, á undanförnum árum, gert athugasemdir við að nægilegum fjármunum sé ekki varið til reksturs sýslumannsembættisins á Austurlandi. Allt frá því að umdæmum sýslumanna var fækkað úr 24 í 9 þann 1. janúar 2015 hefur legið fyrir að forsendur fjárveitinga til embættisins á Austurlandi eru rangar og hefur verið á það lögð áhersla að þetta verði leiðrétt þannig að embættið hafi tök á að sinna þeim verkefnum er því er ætlað.
Það að nú sé lagt upp með frumvarp er opnar á það að embættum sýslumanna verði fækkað en frekar vekur upp efasemdir um að þjónusta embættanna verði efld til að mæta þeim kröfum er til þeirra eru gerðar og mælir því bæjarráð Fljótsdalshérað gegn því að þetta skref verði stigið.