Upphaf skólastarfs í leikskólum Fljótsdalshéraðs 2019-2020

Málsnúmer 201909107

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 24.09.2019

Guðmunda Vala Jónasdóttir boðaði forföll en sendi fundinum greinargerð um stöðu mála í upphafi skólaárs á Hádegishöfða sem fræðslustjóri las upp á fundinum.

Sigríður Herdís Pálsdóttir fór yfir stöðu mála í upphafi skólaárs í leikskólanum í Tjarnarskógi.

Í báðum leikskólum er vaxandi þörf fyrir viðbótarkennslu og skólatími nemenda hefur verið að lengjast undanfarin ár. Í báðum skólunum hefur tekist vel að manna störf í leikskólunum í haust.

Lagt fram til kynningar.