Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi

Málsnúmer 201908099

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 90. fundur - 26.08.2019

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2019 frá Benedikt Warén með tillögu um að gerðar séu athugasemdir við Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs gagnrýnir knappan tíma fyrir ábendingar. Þá gagnrýnir nefndin að ekki hafi verið fulltrúar frá landsbyggðinni í starfshópnum.

Atvinnu- og menningarnefnd telur óheppilegt að að ekki skuli vera tekið á því brýna hagsmunamáli landsbyggðarinnar, að opna fleiri gáttir inn í landið.

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs fagnar framkomnum tillögum í Grænbókinni um að Egilsstaðaflugvöllur verði í fyrsta forgangi sem varaflugvöllur. Nefndin hvetur til þess að flugvöllurinn fái sem fyrst það viðhald sem kröfur eru um og farið verði í þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.