Dagvist aldraðra

Málsnúmer 201906123

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 173. fundur - 24.06.2019

Vegna mistaka hefur Gyða Dröfn verið tekin út úr fundakerfi sveitarfélagsins og því ekki skráð með fundarmönnum þó hún hafi setið fundinn. Anna Alexandersdóttir sat fundinn í gegnum síma.
Berglind Harpa Svavarsdóttir, forstöðumaður Hlymsdala kynnir tillögur að breytingum á reglum og samningum varðandi útleigu á sal í Félagsmiðstöð aldraðra í Hlymsdölum. Félagsmálanefnd tekur undir tillögur starfsmanna um breytingar og felur forstöðumanni Hlymsdala og félagsmálastjóra að útbúa nýjar reglur og eyðublöð og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Félagsmálanefnd - 174. fundur - 26.08.2019

Farið yfir verklagsreglur fyrir afnot af Hlymsdölum ásamt eyðublaði vegna útleigu á sal. Fyrirliggjandi drög samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 300. fundur - 18.09.2019

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.