Málaðar bergmyndir á jörðinni Davíðsstaðir

Málsnúmer 201906118

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115. fundur - 26.06.2019

Umhverfisstofnun hefur borist ábending um að myndir hafa verið málaðar á bergmyndanir á úthéraði á jörðinni Davíðsstaðir, beint á móti afleggjaranum að Hleinagörðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Umhverfisstofnunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur íbúa jafnt sem aðra að ganga vel um náttúruna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.